Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlutastörf í tómstundaheimilinu Frístund skólaárið 2015-2016

22.09.2015
Hlutastörf í tómstundaheimilinu Frístund skólaárið 2015-2016

 

Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastarf í tómstundaheimilið Frístund skólaárið 2015-2016

Daglegur vinnutími er frá kl. 13:00 -16:00. 

Menntun, reynsla og hæfni: 
• Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður í tómstunda-, uppeldisfræðum eða annarri sambærilegri menntun
• Kostur er að viðkomandi hafi víðtæka reynslu af tómstunda-, íþrótta- og félagsstarfi með börnum.
• Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar 
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. 

 

Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli (1.-10. bekk) í Garðabæ. Í Álftanesskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af virðingu, ábyrgð og sjálfsaga og hefur hag nemenda að leiðarljósi. Unnið samkvæmt vinnuaðferðum um Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga.

Í Frístund eru um 100 börn sem eru þar við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi. 


 
Umsóknarfrestur er til 9. október  2015

Launakjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar:  Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri,  markus@alftanesskoli.is og síma 821-5007 eða Jóhanna Aradóttir umsjónarmaður Frístundar, johannaar@alftanesskoli.is. og í síma 895-5612 eða síma Sími: 540-4700.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar Minn Garðabær með því að fylla út almenna atvinnuumsókn. 

Til baka
English
Hafðu samband