Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

LEGO tækninámskeið fyrir 5.bekk

02.12.2014
LEGO tækninámskeið fyrir 5.bekk

Dagana 12. og 13. nóvember fóru nemendur í 5. bekk á LEGO-tækninámskeið en það er hluti af innleiðingu nýsköpunar í 5. bekk. Í salnum voru um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum sem hægt var að byggja úr og lærðu nemendurnir að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora og fleira um leið og þau fengu aðstoð við að skapa sín eigin módel.

Námskeiðið var haldið af Jóhanni Breiðfjörð en hann starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO.

Hér má sjá myndir af námskeiðinu.

Til baka
English
Hafðu samband