Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð hjá 4. bekk út í Viðey

30.05.2014
Vorferð hjá 4. bekk út í Viðey

Mánudaginn 26.5. fór 4. bekkur í vorðferð út í Viðey. Þar tók leiðsögukona á móti okkur, fór með okkur í kirkjuna og sagði frá sögu staðarins. Nemendur voru mjög áhugasamir og fengu hrós fyrir að hlusta vel og sýna áhuga.

Eftir það gengum við að friðarsúlunni, mynduðum friðarhring um hana,sendum hugskeyti út í geiminn og fundum okkar innri frið.

Þaðan fórum við í Naustið, borðuðum nesti, lékum okkur í fjörum, holtum og hæðum,grilluðum og nutum þess að vera úti.

Vorum heppin með veður því ekki rigndi neitt að ráði á okkur þó svo úrhelli hafi verið á leiðinni að bátnum.

Vel heppnuð ferð þar sem allir skemmtu sér vel og voru sjálfum sér, skólanum og ykkur til sóma.

Hér eru myndir úr ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband