Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsluerindi - Ertu alveg viss?

20.03.2014
Fræðsluerindi - Ertu alveg viss?

Mánudaginn 24. mars verður árlegur fræðslufundur Grunnstoða haldin kl. 20:00 í sal Sjálandsskóla. Að þessu sinni er einelti viðfangsefni fundarins og er aðalfyrirlesari Hermann Jónsson, en hann ætlar að kenna okkur á vefsíður og smáforrit eins og snapchat, instagram, facebook og fleira. 

Einelti hefur í auknum mæli verið að flytjast yfir á netið og því er gott fyrir okkur foreldra að þekkja og kunna á þau verkfæri sem börnin okkar eru að nota. Þetta er því ekki sama efni og hann hefur farið með í nokkra skóla í Garðabæ.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Sjá nánar auglýsingu.

Grunnstoð Garðabæjar, samstarfsvettvangur foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband