Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ung-ritlistadagar

10.03.2014
Ung-ritlistadagar

Dagana 3. – 5. mars voru haldnir Ung-listadagar í skólanum. Þá fóru nemendur í heimsókn í aðra bekki og fengu nemendur í heimsókn í sinn bekk. Sem dæmi þá unnu saman nemendur í 1. og 6. bekk, nemendur í 2. og 7. o.s.frv. Nemendum var skipt í pör og vann hvert par að sögugerð og útbjó sögubók. Vinna nemenda fór fram í kennslustofum, list- og verkgreinastofum, bókasafni og einnig fóru nemendur í íþróttasal og brugðu þar á leik.  

Fjölbreyttar bækur nemenda verða geymdar á bókasafni skólans. Bækurnar verða einnig til sýnis í skápum á gangi skólans og á sýningu „Safnadaga í Garðabæ“ í lok apríl. Allir skemmtu sér vel eins og þær myndir sem teknar voru bera með sér.

Hér má sjá myndir frá 3. mars og fleiri voru teknar 4. mars

Til baka
English
Hafðu samband