Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kveikt á jólatrjánum að Bessastöðum

10.12.2013
Kveikt á jólatrjánum að Bessastöðum

Nóg var um að vera í Álftanesskóla í dag, þriðjudaginn 10. desember. Kveikt var á jólatrjánum að Bessastöðum en þangað fóru nemendur í 1. – 3. bekk ásamt kennurum og elstu börnum Holtakots og Krakkakots. Friðar- og kyrrðarstund var í Bessastaðakirkju sem Hans Guðberg prestur og Bjartur Logi organisti stjórnuðu. Var stundin fyrir alla nemendur skólans sem gengur í tveimur hópum út í Bessastaðakirkju og til baka í skólann að stundinni lokinni.

Eftir hádegið bauð síðan Tónlistarskóli Garðabæjar  nemendum í 2. og 3. bekk upp á jólastund sem var vel lukkuð og nutu nemendur þess og tóku vel undir í nokkrum laganna.

Hér má sjá myndir bæði frá Bessastöðum og jólastund Tónlistarskólans.

Til baka
English
Hafðu samband