Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afhending afraksturs kærleiksverkefnis nemenda til UNICEF

04.12.2013
Afhending afraksturs kærleiksverkefnis nemenda til UNICEF

Fulltrúar úr stjórn nemendafélags Álftanesskóla afhentu í dag Stefáni Inga Stefánssyni framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi afrakstur kærleiksverkefnis nemenda Álftanesskóla.

Stjórn nemendafélagsins ákvað í fundi um miðjan nóvember að styðja við starf Unicef þetta árið með það að markmiði að afraksturinn færi í að styðja börn sem lentu í hamförum fellibylsins á Filippseyjum nú í haust. Fellibylurinn olli gríðarlegri eyðileggingu og er þetta einhver stærsti fellibylur í sögu mannkyns. Þegar talið var upp úr kassanum góða hafði safnast 111.754,- kr. Fulltrúar nemendafélagsins sem afhentu Stefáni upphæðina voru Bjarki Vattnes Kristjánsson, Emma Ljósbrá Friðriksdóttir og Ásdís Brynja Ólafsdóttir.

Við sama tækifæri afhentu þær Sara Freysdóttir og Þórunn Birna Úlfarsdóttir nemendur í 9. bekk Stefáni Inga afrakstur af tombólum sem þær stöllur stóðu fyrir fyrir utan sundlaugina þegar þær voru í 5. og 6. bekk. Þeim fannst nú tilvalið að styðja saman málefni og nýttu því tækifærið til að afhenda 31.496,- kr. til Unicef.

Hér má sjá nokkrar myndir þegar nemendur afhentu peninga úr söfnuninni. Einnig má hér sjá kynningu sem stjórn nemendafélagsins vann og var kynnt fyrir nemendum skólans.

Til baka
English
Hafðu samband