Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólakort Álftanesskóla 2013

25.11.2013
Jólakort Álftanesskóla 2013

Mánudaginn 25. nóvember var tilkynnt um úrslit í jólakortasamkeppni 6. bekkjar. Nemendur í 6. bekk komu saman á sal skólans og Sveinbjörn skólastjóri afhenti nemendum viðurkenningu fyrir þátttöku í hugmyndavinnunni.

Í ár var það Ari Bergur Gunnarsson sem teiknaði jólamyndina sem kemur til með að prýða jólakort skólans þetta árið.

Við óskum þeim öllum til hamingju með þessi fallegu jólakort.

Nemendur hafa síðan verið duglegir að selja kortin en andvirði sölunnar kemur til með að renna upp í kostnað vegna skólabúða að Reykjum sem þau koma til með að fara í veturinn 2014-2015 þegar þau eru í 7. bekk.

Einnig var tilkynnt um úrslit í vali á mynd sem prýða mun vef skólans og rafrænt kort sem sent verður til foreldra og forráðamanna rétt fyrir jólaleyfi. Það var mynd eftir Aþenu Ösp Oddsdóttur sem var valin.

Hér má sjá myndir frá morgninum og flestar þeirra mynda sem tóku þátt.

Til baka
English
Hafðu samband