Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Örugg netnotkun barna og unglinga

31.10.2013
Örugg netnotkun barna og unglinga

Foreldrafélag Álftanesskóla býður upp á fræðslu- og kynningarfund fimmtudaginn 7. nóvember í tilefni Baráttudags gegn einelti í sal Álftanesskóla


Í tilefni Baráttudags gegn einelti í nóvember býður Foreldrafélag Álftanesskóla í samstarfi við Elítuna öllum foreldrum/forráðamönnum á Álftanesi á fræðslu- og kynningarfund um örugga netnotkun barna og unglinga.
  • Kl. 20.00 - 21. 10 Fræðsluerindi fyrir foreldra barna í 1.-10. bekk í sal Álftanesskóla (nemendur í 8.-10. bekk og starfsmenn Álftanesskóla sitja fyrirlesturinn fyrr um daginn) 
  • Kl. 21.10 - 21.30 Kynning á nýrri eineltisáætlun Álftanesskóla og nýjum reglum skólans um snjalltæki 
Fulltrúi á vegum SAFT-samtakanna (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun meðal annars fjalla um siðferði á Netinu, rafrænt einelti, netboðorðin, félagsnetsíður, friðhelgi einkalífsins, netvini og stikla á stóru um kynslóðabilið. 

Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun verða þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um ,,umferðarreglur” á Netinu eru því eðlilegur hluti af uppeldishlutverkinu. 

Fjallað verður um Netið og nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga. Meðal annars verður rætt um: 

  • Helstu notkunarleiðir og venjur barna og unglinga 
  • Hvað nauðsynlegt er að hafa í huga til að netnotkun verði örugg og ánægjuleg 
  • Hvernig foreldrar og kennarar geta rætt um jákvæða og örugga netnotkun við börn og unglinga 
  • Sýnikennsla á nokkrum af þeim ,,verkfærum” sem ungt fólk notar 
  • Hvaða leikir eru í lagi og ekki í lagi, Formspring, Snapchat og Fésbókin verða til umræðu 
Fyrirlesari er Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur. 

 

Foreldrafélagið mun bjóða upp á léttar veitingar í félagsmiðstöðinni frá kl. 19.30 í tilefni af degi félagsmiðstöðva. Áhugasamir eru hvattir til að mæta tímanlega og kynna sér starf félagsmiðstöðvarinnar áður en fræðslufundurinn hefst kl. 20.00. 

Með von um góða þátttöku, 
Foreldrafélag Álftanesskóla og Félagsmiðstöðin Elítan

    

Til baka
English
Hafðu samband