Bangsadagurinn á skólasafni Álftanesskóla
25.10.2013
.JPG?proc=ContentImage)
Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum var börnum í 1.- 3. bekk boðið að koma með bangsann sinn á bókasafnið föstudaginn 25. október. Nokkrir nemendur úr unglingadeildunum sóttu börnin og fylgdu þeim á bókasafnið. Þau lásu fyrir þau bangsasögu um vináttu sem krakkarnir hlustuðu af athygli. Í lokin fengu þau gefins bangsabókamerki.
Hér má sjá myndir frá bókasafninu.
Til baka