Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sveitaferð í Miðdal í Kjós

31.05.2013
Farið var í árlega sveitaferð með 1.bekk miðvikudaginn 29. maí. Áður höfðu börnin unnið þemaverkefni um íslensku húsdýrin og þau var öll að finna í Miðdal í Kjós. Nýfædd lömb, kettlingar, kiðlingar og 2ja daga kálfur vöktu mikla athygli og kátínu.  Þrátt fyrir rigningu skemmtu allir sér vel úti sem inni. Að lokum voru grillaðar pylsur svo allir fóru saddir og sælir heim.
Hér má sjá myndir úr ferðinni. 
Til baka
English
Hafðu samband